laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hollaröðun knapa klár

19. júlí 2015 kl. 12:35

Valdís Bjök Guðmundsdóttir og Hugsýn frá Svignaskarði á kynbótasýningu á Sörlastöðum.

Miðsumarssýningin á Hellu.

Miðsumarssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum fer fram dagana 20. til 25. júlí. Mikil og góð skráning er á sýninguna en eins og fram kemur í World-Feng er tæplega 230 hrossum stefnt til kynbóta-dóms þessa daga á Hellu. Tvö dómaragengi verða að störfum frá mánudegi til fimmtudags en yfirlits-sýning fer fram föstudag og fyrri hluta laugardags, 24.-25. júlí.

Tíma knapa á sýningunni má nálgast hér, bæði eftir einstökum dómadögum og eins alla tíma hvers og eins í skrá eftir stafrófsröð knapa:

Dómatímar á mánudag 20. júlí
Dómatímar á þriðjudag 21. júlí
Dómatímar á miðvikudag 22. júlí
Dómatímar á fimmtudag 23. júlí
Tímar knapa, stafrófsröð