þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hollaröðun klár

13. ágúst 2015 kl. 09:24

Síðsumarsýning á Sauðárkróki.

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Sauðárkróki fer fram dagana 19. - 21. ágúst.  Dómar hefjast kl 13:00 miðvikudaginn 19. ágúst. Búið er að birta hollaröðun á vef RML undir Búfjárrækt > Hrossarækt > Röðun hrossa á kynbótasýningum. Eigendur og sýnendur eru beðnir að mæta tímanlega með hrossin til dóms þannig að dómstörf gangi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist sem best.

Sjá nánar: 

Röð hrossa 

Röð eftir knöpum