þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hólfið að tæmast

odinn@eidfaxi.is
8. ágúst 2014 kl. 16:55

Sjóður frá Kirkjubæ er í fremstu röð kynbótahrossa í ár.

Frábær fyljun Sjóðs frá Kirkjubæ

Nú fara hryssueigendur að ókyrrast því að haustið nálgast og flestir vilja að hryssur sínar festi fyl og það sem fyrst.

Nú í dag var sónarskoðað úr hólfinu hjá Sjóði frá Kirkjubæ og segja má að árangurinn hefi verið frábær. Alls voru tæpar þrjátíu hryssur skoðaðar og staðfest var fyl í öllum þeirra utan einni.

Fram að Landsmóti var haldið undir Sjóð á húsi og var fyljun þar einnig eins og best þekkist en á þriðja tug hryssna fóru þá undir hestinn og héldu allar utan tvær.

Það er eitt að eiga kynbótagripi í fremstu röð en jafnmikilvægt er að þeir búi yfir grundvallarkostum góðra ræktunargripa en einn af þeim grundvallaratriðum er frjósemi. Sjóður sýnir með þessu að hann er ekki bara gæðingur í fremstu röð heldur jafnframt framarlega í flokki þegar kemur að frjósemi.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að halda undir Sjóð þá er að þessum sökum rúmt í hólfinu hjá honum og getur fólk haft samband við Guðmund í síma 8981049 eða Evu í síma 8981029.