laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Höldum slysunum í núlli

28. desember 2009 kl. 14:52

Höldum slysunum í núlli

Nú er flugeldasala komin á fullt skrið, enda hafa sprengjuglaðir einstaklingar beðið þess dags með óþreyju. Við hestamenn erum þó ekki alltof hrifnir af þessari iðju, enda skapar hún oft á tíðum slysahættu, bæði þegar við ríðum út og eins fyrir hross sem eru úti í nágrenni þéttbýlisins. Eiðfaxi vill minna hestamenn á hættuna sem flugeldunum fylgir, því hrossum er eðlilegt að hræðast ljós, eld og hávaða. Höldum slysunum í núllinu þessi áramótin!