fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Höldum Landsmót 2011

25. október 2010 kl. 14:59

Höldum Landsmót 2011

Haraldur Þórarinsson fékk endurkjör sem formaður LH án mótframboðs...

Eiðfaxi hringdií Harald á fyrstavinnudegi eftir þing.
Varstu ánægður með þingið?
„Jú, ég held að það. Það sem mér finnsta að lesa megi út úr þinginu er að meiri samstaða er að myndast og fólk vill einbeita sér að því að finna lausnir og farsælar leiðir. Umræða um Landsmótsstaðavalið tildæmis er gott dæmi um þetta. Málefnaleg umræða og allar hliðar skoðaðar. Ég held að allir finni það að í kjölfar erfiðleika megum við ekki dreifa kröftunum of mikið, heldur einbeita okkur að góðri stefnu allra mála“.
Voru ekki mörg þessara mála send í landsmótsnefndina?
„Jú reyndar.  Mergurinn málsins er að við höfum nú mikið af gögnum að vinna úr eins og til dæmis skýrsluna hennar Hjörnýjar Snorradóttur og það mun taka tíma. Þegar búið er að skoða hlutina frá öllum hliðum þarf svo að setjast yfir nýjar tillögur.  Það var mjög gott að umræða um landsmót á næsta ári skyldi hafa fengið þá afgreiðslu sem hún að lokum fékk. Það hefði verið greininni erfitt ef að niðurstaða formannafundar um það mál hefði verið hafnað. Ég hef á tilfinningunni að staða greinarinnar sé töluvert verri en menn vilja vera láta. Mikið hefur verið fjárfest víða og þá eru öll hlé og minnkandi starfsemi mjög erfið. Gagnvart umhverfinu erlendis held ég að við eigum að leggja áherslu á að markaðssetja mótið 2012. Allir okkar föstu landsmótsgestir vita af mótinu 2011 og munu sjálfsagt koma þótt ekki sé verið beinlínis að auglýsa það mót mikið“.

Töluverðar breytingar urðu á stjórn LH. Ertu ánægður með niðurstöður kosninga?
„Það var ánægjulegt að sjá hve mikið af nýjum andlitum voru á þingi nú og mikið af ungu fólki. Það gefur góð fyrirheit. Breytingar eru alltaf af hinu góða, það var töluverð uppstokkun á stjórn en mér líst mjög vel á það nýja fólk sem kom inn. Það eru spennandi tímar framundan“ sagði Haraldur að lokum.