miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hólahryssur efstar

28. desember 2014 kl. 20:00

Hrannar frá Flugumýri er faðir Tvennu frá Hólum.

BLUP bombur í tamningu.

Tvenna frá Hólum er efsta hryssan í kynbótamati fædd árið 2011. Hún er undan Hrannari frá Flugumýri og Þokku frá Hólum. 
Önnur er Hörn frá Hólum en hún er undan Seið frá Flugumýri II og För frá Hólum. Báðar hryssurnar voru notaðar í kennslu í haust en þær voru notðar í frumtamningar áfangann á öðru ári.

Edda Rún Guðmundsdóttir var með Hörn í tamingu á Hólum "Hörn er mjög efnileg hryssa og hugsa ég að fólk eigi eftir að taka eftir henni í framtíðinni. Hún hefur alltaf verið mjög ákveðin en sýnir ekki ofríki. Mjög spennandi tryppi, laus gangur, góðar gangtegundir og svo er hún líka flugvökur."

Efstu hryssurnar í kynbótamati á tamningaaldri

IS2011258310 Tvenna frá Hólum 124
IS2011258302 Hörn frá Hólum 124
IS2011235610 Hrafnhetta frá Innri-Skeljabrekku 123 F: Álfur frá Selfossi M: Nánd frá Miðsitju
IS2011286939 Þórdís frá Árbæ 123 F: Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu M: Verona frá Árbæ
IS2011287106 Urður frá Stuðlum 122 F: Mjölnir frá Hlemmiskeiði M: Hnota frá Stuðlum
IS2011276177 Nn frá Ketilsstöðum 122 F: Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum M: Júlía frá Ketilsstöðum
IS2011266206 Eldey frá Torfunesi 122 F: Markús frá Langholtsparti M: Elding frá Torfunesi
IS2011282682 Sólbrá frá Nýjabæ 122 F: Álfur frá Selfossi M: Sóldögg frá Nýjabæ
IS2011258306 Menning frá Hólum 122 F: Kiljan frá Steinnesi M: Þróun frá Hólum
IS2011257001 Sædögg frá Sauðárkróki 122 F: Kvistur frá Skagaströnd F: Hvíta-Sunna frá Sauðárkróki
IS2011265226 Myrra frá Akureyri 122 F: Vilmundur frá Feti M: Hrönn frá Búlandi
IS2011265888 Kamilla frá Fornhaga II 122 F: Álfur frá Selfossi M: Brynja frá Árbæ
IS2011225405 Karen frá Svarfholti  122 F: Kvistur frá Skagaströnd M: Una frá Saltvík