þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hólaborg, sjúkra- og þrekþjálfunarmiðstöð fyrir hesta

Jens Einarsson
24. júlí 2009 kl. 20:42

Sjúkra- og þrekþjálfunarmiðstöðin Hólaborg verður tekin í gagnið í haust. Stöðin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ingimar Baldvinsson á Selfossi er eigandi stöðvarinnar.

Ingimar stofnaði á síðasta ári nýbýlið Hólaborg í Flóa. Þar hefur hann reist 2000 fermetra skemmu, sem hýsir 40 hesta hesthús, rúmgóða reiðhöll, og endurhæfingar- og þjálfunaraðstöðu. „Viðskiptahugmyndin er sú að reka hér sjúkra- og þrekþjálfunarmiðstöð fyrir hross. Þetta er ekki tamningastöð. Ég geri að vísu ráð fyrir að nýta sjálfur tíu pláss fyrir eigin hross.“

Stöð sem þessi er ný af nálinni. Hefur þú trú á að fólk muni nýta sér þennan kost? 

„Ég er alveg viss um það. Ég áætla að hér verði 30 hross hverju sinni. Ef við göngum út frá því að á Suðurlandi séu eitt þúsund reiðhross, þá er þetta ekki nema eitt prósent af þeim fjölda. Viðtökurnar sem ég hef fengið nú þegar benda til að það sé þörf fyrir þessa þjónustu.“

Nánar er rætt við Ingimar um Hólaborg í mánaðarritinu Hestar og hestamenn sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á vefnum. Hægt að óska eftir lykilorði og áskrift á vefnum.