sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

,,Höfum þroskast saman"

2. júlí 2014 kl. 15:11

Hleð spilara...

María Gyða og Rauður örugg í úrslit.

María Gyða Pétursdóttir er keppandi í milliriðli ungmennaflokks og er örugg inní úrslit. Hún var að vonum ánægð eftir sýningu þeirra Rauðs frá Syðri-Löngumýri.

 ,,Við höfum þroskast og vaxið saman því ég var ung þegar ég tók við honum. Ég er búin að vera undir handleiðslu Súsönnu Ólafsdóttur sem er virkilega fær reiðkennari og hefur kennt mér mikið,” segir María Gyða en hún hefur þjálfað Rauð í 6 ár eða frá því klárinn var 5 vetra. Hún fékk hann í Húnavatnssýslu og var hann þá lítið gerður. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þau er enn að vaxa. 

 

María Gyða gistir á tjaldstæðinu og upplifði mikla rigningarnótt. ,,Fellihýsið lék á reiðiskjálfi í nótt en ég fékk nægan svefn til að takast á við daginn. Aðstaðan á tjaldsvæðinu er allt í lagi en það er drulla eftir alla rigninguna. Þetta er hluti af því að fara á Landsmót og hluti af dæminu,” segir hún einnig. Uppáhaldshestarnir hennar á mótinu eru Ómur og Spuni sem væri gaman að fá að setjast á og prófa, þjálir og vel þjálfaðir gæðingar að sögn Maríu Gyðu.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá sýningu þeirra Maríu Gyðu og Rauðs.