laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hófadynur Geysis

24. febrúar 2014 kl. 14:50

Hestamannafélagið Geysir

Fyrsta mótið er fjórgangur

Hófadynur Geysis er fjögurra móta röð þar sem einstaklingur safnar stigum í gegn um mótaröðina.  Tíu efstu í hverri grein fá stig frá einum og upp í tólf. Einungis verða riðin A-úrslit í fjórgangi, fimmgangi og tölti og fá knapar stig miða við niðurstöður úr úrslitum.  Knapar í sjötta til tíunda sæti fá stig miða við árangur þeirra úr forkeppni.

I töltfimi verður riðin ein umferð án úrslita. Sama kvöld og töltfimin er verður riðið skeið í gegn um höllina.

Verðlaun fyrir stigahæsta knapann eru 25.000 kr.

Mótið er opið, keppt í einum flokki og tveir inn á í einu í forkeppni. Fimm dómarar dæma og dettur úr efsta og lægsta einkunn.

 

Fyrsta mótið er fjórgangur, miðvikudagskvöldið 26. febrúar og hefst klukkan 18 í Rangarárhöllinni.

 

Skráning er hafin á heimasíðu Geysis, wwwhmfgeysir.is, og líkur á miðnætti á mánudagskvöldi þann 24.febrúar.

Ef upp koma vandræði við skráningu má hafa samband við Magnús Inga Másson í síma 899-3917. Skráningargjald er 4.000kr.

Aðgöngumiði kostar 1.000kr og er einnig happadrættismiði.  Verður dregið út á hverju keppniskvöldi.