þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hnykkingarnámskeið með Dr Susanne Braun

21. febrúar 2017 kl. 20:20

Susanne er fagdýralæknir fyrir hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor

Hnykkingarnámskeið með Dr Susanne Braun verður haldið á Sörlastöðum 28. febrúar. Susanne er fagdýralæknir fyrir hestasjúkdóma og IVCA kírópraktor. Susi hefur vakið athygli manna með óhefðbundnum lækningaaðferðum en meðfram hefðbundnum dýralækningum stundar hún hnykkingar á hestum. Tilgangurinn með hnykkingum er sá að jafna hreyfigetuna í hryggjarliðum.

 Í fyrirlestrinum kynnir hún hnykkingameðferð og svarar nokkrum spurningum, til dæmis:

 

  • Hvað gera hnykkingar fyrir hestinn?
  • Hvað gera taugarnar fyrir líkamsstöðuna?
  • Hvað orsakar læsingar?
  • Hvaða einkenni sýnir hestur sem er með læsta liði?
 Boðið verður upp á fyrirlestur og verklegan tíma. Sýnt verður hvernig knapi getur sjálfur greint að um skekkju eða læsta liði er að ræða og hvernig þetta kemur  fram í reið eða í lónseringu. Þátttakendur læra um eðilega og óeðilega hreyfigetu hestsins sem eru afleiðingar læsingana í liðnum likamannsins.
Aðgangseyrir kr. 2.000