fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hnokki frá Fellskoti farinn til Danmerkur

8. október 2009 kl. 10:47

Hnokki frá Fellskoti farinn til Danmerkur

Fram kemur á heimsíðu fjölskyldunnar á Árbakkka, www.hestvit.is að Hnokki frá Fellskoti hafi flogið utan til dansks eiganda síns, Mads Jörgensen þann þriðja október s.l.  Þangað er hann kominn heilu og höldnu.

Mads keypti hann árið 2007 en þá var hann hæst dæmdi 4 vetra stóðhestur þess árs.  Hann varð þriðji á LM2008 í flokki fimm vetra stóðhesta og vakti mikla athygli síðastliðinn vetur hvar sem hann kom fram, í Meistaradeild VÍS, á ísnum á meðal "þeirra allra sterkustu" og á reiðhallarsýningum.

Eftir sumarið eru staðfest rúmlega 70 fyl eftir Hnokka svo það verður myndarlegur árgangur sem fæðist undan honum á næsta ári.