miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hnokki frá Dýrfinnustöðum

26. júlí 2010 kl. 13:48

Nýr fulltrúi Steðjaættar

Hnokki frá Dýrfinnustöðum er nýr fulltrúi Steðjaættarinnar úr Flókadal. Hann hlaut fyrstu verðlaun á Vindheimamelum á dögunum, 7,94 fyrir sköpulag, 8,23 fyrir kosti og 8,12 í aðaleinkunn. Hann er jafngóður alhliðahestur með 8,5 fyrir tölt, skeið, vilja og fegurð. Hann er fæddur grár en var orðinn hreinhvítur tveggja vetra. Hann er undan Hágangi frá Narfastöðum og Játningu frá Steðja, sem var skyldleikaræktuð af Steðjaætt.