mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HM2013: Landsliðið kynnt á miðvikudaginn

6. júlí 2013 kl. 20:15

Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt miðvikudaginn 10. júlí kl. 16:00 í verslun Líflands, Lynghálsi 3.

Landsliðið hefur verið í mótun síðustu vikur, eða allt frá úrtökunni sem fram fór um miðjan júní og mun liðsstjórinn Hafliði Halldórsson kynna fullskipað lið á miðvikudaginn kemur.
Alls skipa 21 knapi íslenska landsliðið í hestaíþróttum, þar af þrír heimsmeistarar frá HM2011 í Austurríki sem eiga keppnisrétt í ár.
 
Liðið mun halda út til Berlínar þann 1. ágúst og taka til við lokaundirbúning fyrir HM, sem stendur yfir dagana 4.-11. ágúst. 
Samstarfsaðilar LH og aðrir gestir og velunnarar eru boðnir velkomnir í Lífland til að fagna glæsilegu landsliði Íslands.