sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HM2013 í Berlín

10. október 2011 kl. 17:06

Teikning af mótssvæðinu í Berlín. Stóri hringurinn er hlaupabrautin á Pferdesportpark Karlshorst.

Þjóðverjar með skipulagið á hreinu

HM1999 í Rieden í Þýskalandi er eitt eftirminnilegasta heimsmeistaramót íslenska hestsins frá upphafi. Fyrir gott skipulag og aðstöðu. Svo virðist sem Þjóðverjar ætli sér að gera enn betur í Berlín 2013, en þá verður heimsmeistaramót íslenska hestsins haldið í útjaðri stórborgarinnar á gamalgrónum kappreiðaleikvangi, Pferdesportpark Karlshorst. Undirbúningur er langt á veg kominn og er hægt að sjá hvað í vændum er með því að skoða skemmtilega tölvugrafík HÉR, og heimasíðu mótsins HÉR.