laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HM2009: Tólf hestar undir 23 sekúndum

Jens Einarsson
7. ágúst 2009 kl. 17:22

Fimm hestar hlupu undir 22,0 sekúndum í tveimur fyrri sprettum í 250 m skeiði á HM09. Sjö til viðbótar fóru undir 23 sekúndum. Sem sagt: Tólf hestar undir 23 sekúndum á sömu kappreiðunum. Ótrúlegur árangur. Fjórir af fimm knöpum á fljótustu hestunum eru Íslendingar.

Beggi Eggertsson á Lótus frá Aldenghoor, sem keppir fyrir Ísland, er með besta tímann, 21,01 sekúndu. Það er vallarmet í Brunnadern og persónulegt met Begga. Annar íslenskur knapi, sem keppir fyrir Svíþjóð, Guðmundur Einarsson á Sprota frá Sjávarbort, er einnig með frábæran tíma, 21,33 sekúndur. Jens Füchtenschnieder, Þýskalandi, á Keimi frá Votmúla 1 er með þriðja besta tímann, 21.38 sekúndu.

Keimur fór á 21,5 sekúndu í fyrri sprettinum og Lótus á 21,45. Það var því mikil spenna í seinni sprettinum, þar sem þeir hlupu saman. Það lítur út fyrir að Lótus sé töluvert sterkari hestur, því það dró heldur í sundur með þeim á síðustu metrunum.

Völlurinn í Brunnadern er greinilega mjög kappreiðavænn. Góðir tímar náðust þar fyrr í sumar. Í dag var um 30 stiga hiti þegar hlaupin fóru fram. Hægur andvari á móti, sem gaf súrefni. Kjöraðstæður segja þeir sem best vita. Á morgun spáir vætu, þrumum og eldingum. Seinni sprettir fara fram á klukkan þrjú síðdegis.

Röð í 250 m skeiði eftir fyrri umferð:

01:  001 Bergþór Eggertsson [WC] [IS] - Lótus van Aldenghoor 21.01"     1ST 21.45      2ND 21.01  02:  147 Guðmundur Einarsson [SE] - Sproti frá Sjávarborg 21.33"     1ST 21.55      2ND 21.33  03:  076 Jens Füchtenschnieder [DE] - Keimur frá Votmúla 1 21.38"     1ST 21.50      2ND 21.38  04:  120 Sigurður Marinusson [NL] - Eilimi von Lindenhof 21.68"     1ST 21.92      2ND 21.68  05:  145 Anna Skúlason [SE] - Lúta frá Dalbæ 21.90"     1ST 0.00      2ND 21.90         06:  084 Melanie Müller [DE] - Bjarkar frá Þverá, Skíðadal 22.34"     1ST 0.00      2ND 22.34  07:  085 Nicole Mertz [DE] - Óðinn von Moorflur 22.38"     1ST 0.00      2ND 22.38  08:  118 Noortje de Laat [NL] - Máni frá Innri-Kleif 22.72"     1ST 22.72      2ND 0.00  09:  017 Valdimar Bergstað [YR] [IS] - Orion frá Lækjarbotnum 22.85"     1ST 22.85      2ND 0.00  10:  032 Liselotte Pritz [AT] - Baugi von Panoramahof 22.86"     1ST 0.00      2ND 22.86  10:  171 Christian Indermaur [CH] - Brynjar frá Árgerði 22.86"     1ST 0.00      2ND 22.86         12:  028 Hannah Chmelik [YR] [AT] - Náttdís von Eylershof 22.99"     1ST 24.08      2ND 22.99  13:  058 Malu Logan [DK] - Skyggnir frá Stóru-Ökrum 23.10"     1ST 23.10      2ND 0.00  14:  079 Josefin Maier [YR] [DE] - Prins 24.39"     1ST 0.00      2ND 24.39  15:  061 Tania H. Olsen [DK] - Sólon fra Strø 24.86"     1ST 0.00      2ND 24.86         16:  117 Marjolein Strikkers [NL] - Erró frá Vallanesi 25.01"     1ST 0.00      2ND 25.01  17:  071 Laurent Picard [FR] - Lýsingur de des Matalys 28.14"     1ST 29.58      2ND 28.14  ---  003 Erlingur Ingvarsson [IS] - Máttur frá Torfunesi 0.00"     1ST 0.00      2ND 0.00  ---  029 Ida-Lena Zoglmann [YR] [AT] - Kveikja frá Arnarstöðum 0.00"     1ST 0.00      2ND 0.00  ---  062 Thomas Vilain Rørvang [YR] [DK] - Kátína von Faxaból 0.00"     1ST 0.00      2ND 0.00  ---  182 Thomas Haag [CH] - Risi von Schloß Neubronn 0.00"     1ST 0.00      2ND 0.00