miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HM2009: Mikið djöfull getur hann rignt

Jens Einarsson
8. ágúst 2009 kl. 17:33

Veðurspáin frá því í gær rættist og það rúmlega. Þrumur og eldingar – og þvílík úrhellis rigning að annað eins hafa Íslendingar varla séð. Jafnvel ekki þeir sem aldir eru upp á Suð-Austurlandi. Á nokkrum mínútum flóði mótssvæðið á HM í vatni. Lækir runnu eftir keppnisvöllum og áin, sem var yndisleg lítil spræna í gær, varð að mórauðu fljóti á svipstundu.

Þegar skeiðhestar hlupu síðasta sprett í skeiði hrundi himininn gjörsamlega. Flestir knapar létu sig hafa það, en Beggi Eggertsson og Guðmundur Einarsson kusu að fara ekki, enda öruggir með gull og silfur. Heldur minna rigndi þegar B úrslit í T2 og T1 fórum fram. En samt minnir þessi dagur óneitanlega á Fornustekka 1977. Fyrir þá sem eru svo gamlir að eiga það í minni.

Hér með fylgja nokkrar regnmyndir sem Jens Einarsson tók í óveðrinu.