þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HM var "hreinn íþróttaviðburður"

29. september 2011 kl. 09:29

HM var "hreinn íþróttaviðburður"

Mánaðarlega sendir FEIF frá sér rafrænt fréttabréf og kynnir ýmsa viðburði sem eru á dagskrá samtakanna. LH birtir þýddan úrdrátt úr bréfinu en hægt er að nálgast fréttir og gerast áskrifandi af fréttablaðinu hér:

 
  • Í septemberútgáfu fréttabréfsins er m.a. kynnt FEIF ráðstefnan sem fram fer í Stokkhólmi 2.-4. mars n.k. Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.
  • Í lok október verður haldin menntaráðstefna á vegum FEIF og verður hún samtvinnuð alþjóðlegri hestavísindaráðstefnu í Hollandi í lok mánaðarins. Frekari upplýsingar má finna með því að smella hér.
  • Heimsmeistaramótið í Austurríki reyndist vera "hreinn íþróttaviðburður", þ.e. í blóðprufum sem teknar voru úr keppnishestunum fundust engin ólögleg efni. Yfir 10% þátttökuhestanna var prófaður að þessu sinni og var dregið um hvaða hestur færi í lyfjapróf í forkeppni og úrslitum. Þetta eru sannarlega ánægjulegar fréttir og niðurstöður.
  • Íþróttadómarapróf verða haldin á búgarði Piet Hoyos í Semriach í Austurríki dagana 7.-9. október í tengslum við "Steierische Landesmeisterschaften". Bæði er hægt að taka próf til réttindanna "Alþjóðlegur íþróttadómari" og "Landsdómari". Skráningar fara fram hjá landssamböndum hvers lands fyrir sig.