föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HM upphitunarþáttur

28. júlí 2019 kl. 10:00

Aukaþáttur um íslenska landsliðið og helstu keppinauta þess í Berlín

 

Fyrsti þáttur Fjórtakts fór í loftið föstudaginn 26. júlí og hafa viðtökurnar verið frábærar, en rúmlega 1.000 manns víðs vegar um heiminn hafa hlustað á þáttinn.

 

Að því tilefni hefur verið sett í loftið sérstök HM upphitun þar sem þau Gísli Guðjónsson og Thelma Harðardóttir rýna í íþróttakeppnistímabilið hér heima, landslið Íslands og helstu keppinauta Íslendinga.

 

Rætt er um flesta þá sem keppa fyrir íslandshönd á HM. Því miður gafst ekki tími til að ræða um kynbótahrossin en Eiðfaxi hefur fjallað ýtarlega um hvert og eitt þeirra og má finna þá umfjöllun á vef Eiðfaxa.

Með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn.

 https://open.spotify.com/show/3w933aGHsi4JKb5SuDcGNL?si=tVTRnY6ZSPS_c2KwC2OIKg

Fjórtaktur mun í framtíðinni gefa þætti sína út á fimmtudögum, þar sem rætt verður við hina ýmsu aðila innan hreyfingarinnar.