föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HM 2017 líklegast í Hollandi

12. október 2013 kl. 08:26

Heimsmeistaramótið í Oirschot í Hollandi þótti vel lukkað í alla staði.

Fáir sækjast eftir mótshaldinu

Stjórn FEIF barst ein umsókn um Heimsmeistaramótið 2017. Aðeins Holland sækist eftir því að halda mótið, að er fram kemur á heimasíðu FEIF.

Umsóknin hefur þó ekki verið samþykkt, því stjórnin á eftir að meta staðinn sem þarf að uppfylla reglugerðir og kröfur alþjóðasamtakana. Niðurstaða um staðsetningu Heimsmeistaramótsins 2017 verður þó tekin fyrir árslok.

Heimsmeistaramótið hefur verið haldið þrisvar í Hollandi, árið 1979, 1993 og 2007. Þótti það síðastnefnda, sem haldið var í Oirschot, vel skipulagt og lukkað mót.