mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HM 2017 í Hollandi

7. maí 2014 kl. 11:04

Heimsmeistaramótið í Hollandi árið 2007 þótti takast vel til.

Góð reynsla frá 2007.

Alþjóðasamtök FEIF hafa gengið frá samningum við hollendinga um skipulagningu á Heimsmeistaramótinu árið 2017.

Mótinu hefur verið valin sami staður og árið 2007, í Oirschot í Hollandi, sem þykir bæði glæsilegt og hentugt svæði fyrir viðburð sem slíkan.

Heimsmeistaramótið árið 2007 þótti takast vel til, þar sem bæði framkvæmd og aðstaða var eins og best verður á kosið og fagna því eflaust margir ákvörðun alþjóðasamtakana.

Næsta Heimsmeistaramót fer hins vegar fram árið 2015 í Herning í Danmörku.