miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HM 2013 verður í Berlín

21. desember 2009 kl. 13:55

HM 2013 verður í Berlín

FEIF hefur ákveðið að samþykkja umsókn IPZV (þýska Íslandshestasambandsins) um að halda heimsmeistaramótið 2013 í Berlín. Berlín uppfyllir öll skilyrði FEIF um mótsstað og það verður sannarlega öðruvísi að fara á heimsmeistaramót í höfuðborg Þýskalands en án efa verður boðið upp á margar nýjungar. Berlín er mikil menningarborg og mjög alþjóðlegur blær yfir borginni.

Úr umsókn IPZV segir: "Við munum færa heimsmeistaramótin upp á enn hærra stig. Í Berlín mun íslenski hesturinn fá mikla athygli, og fjöldi áhorfenda mun fylgjast með mótinu. Í samstarfi við FEIF, munum við fá tækifæri til að þróa og móta hugmyndir okkar fyrir mótið og íslenska hestinn, svo hvort tveggja fái mikla athygli. Aðaláherslan á mótinu er vitanlega íþróttakeppnin og kynbótadómarnir. Á mótið koma hestar í hæsta gæðaflokki og etja kappi í keppni sem fylgir mikil spenna, ekki aðeins fyrir þá sem eru vel kunnugir Íslandshestamennskunni, heldur einnig fyrir þá sem eru nýir áhorfendur.

Góðir gestgjafar leggja sig fram um að taka á móti gestum sínum í fallegu umhverfi og með faglegum og miklum undirbúningi. Staðurinn hýsa mun mótið heitir Pferdesportpark Berlin Karlshorst. Staðurinn er tilvalinn, þar mætir nýtt gömlu og uppbyggingin er unnin faglega og miklu innsæi í þarfir hesta og knapa, stjórnenda, styrktaraðila og gesta. Þetta verður einstakt mót í röðum heimsmeistaramótanna.

Í Berlín búa um 3.4 milljónir manna og 1.6 milljón í nágrenni Berlínar. Í hópi þessa fólks á íslenski hesturinn eftir að heilla marga og skilja eftir sig spor í hugum gestanna.

Að baki mótinu standa sterk og samtök, FEIF og IPZV og við sem framkvæmdaaðilar ætlum að standa gríðarvel að undirbúningi og fjármögnun allra þátta mótsins.

Í nágrenni Pferdesportpark Berlin Karlshorst er mikið af görðum og skógi vöxnu svæði og þaðan er stutt að fara í stuttar ferðir og skoða t.d. Brandenburgar hliðið, Reichstag (þýska þingið) og Alexanderplatz. Karlshorst er síðan aðeins í 9 mín fjarlægð frá Berlín Brandenburg alþjóðlega flugvellinum."

Það verður sannarlega öðruvísi HM árið 2013 í Berlín og sannarlega spennandi. Eiðfaxi óskar IPZV til hamingju með áfangann og hlakkar til að koma til Berlín að tæpum fjórum árum liðnum.

 

isibless.de - hd