mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hlutu Múrbrjótin

27. nóvember 2013 kl. 20:45

Hestamannafélagið Hörður / Fræðslunefnd fatlaðra

Hestamannafélagið Hörður/Fræðslunefn fatlaðara hlaut Múrbrjótinn en það er viðurkenning sem er veitt aðilum eða verkefni sem brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðra. Þessi viðurkenning er veitt af Landssamtökum Þroskahjálpar. Þann 3 desember næstkomandi á Alþjóðadegi fatlaðra verður athöfn haldin á Grand Hótel kl 15 og munu nefndarmenn Fræðslunefndar taka á móti þessari viðurkenningu 

Hestamannafélagið Hörður hefur verið að vinna gríðarlega gott starf en starfsemin byggist  á sjálboðavinnu. Í dag eru 19 nemendur hjá þeim á 5 námskeiðum. Þau eru með fjóra hesta sem þau fá frá Hestamennt en Berglind hjá Hestamennt starfar hjá þeim sem reiðkennari. 

Árið 2011 tók Eiðfaxi viðtal við Auði G. Sigurðardóttir sem var þá formaður fræðslunefndar fatlaðra en þar talaði hún um helstu kosti námskeiðanna en hún m.a. telur að þau fái aukna færni sjálfstæði, hægt er að lesa viðtalið hér.