miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hlustaðu á sönginn

23. apríl 2010 kl. 13:00

Hlustaðu á sönginn

Hinn frábæri kór söngelskra hestamanna og hestaunnenda, Brokkkórinn, heldur tónleika laugardaginn 24. apríl n.k. ásamt Borgarkórnum og Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar. Tónleikarnir eru í Fella- og Hólakirkju og hefjast kl. 17.  Stjórnendur kóranna eru Magnús Kjartansson og Gróa Hreinsdóttir. Aðgangseyrir aðeins kr. 1.000 (frítt fyrir 12 ára og yngri).

Allir velkomnir.