sunnudagur, 20. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hljóðlaust hnegg frá helvíti

7. janúar 2015 kl. 11:49

Mynd frá ruv.is

"Kannski voru það hrossin í oss sem þarna drápust, og um leið eitthvað innra með okkur sjálfum."

Eiríkur Guðmundsson gerir hinn sorglega atburði á Bessastaðatjörn fyrir jól að umtalsefni sínum í pistli í Víðsjá í gær. Hann fléttar atburðinum saman við hesta í skáldskap og telur hann þrunginn merkingu:

,,Hestar eru nátengdir skáldskap. Og þeir eru dularfullir, kannski dularfyllstu verur í heimi. Aldrei meira en einu skrefi frá næstu goðsögn. Íslendingar gera helst ekki kvikmynd nema í henni sé drepinn hestur. Innra með okkur býr líklega hvorki sauðkind né saltfiskur, heldur hestur. En líklega trompar ekkert myndskeið kvikmyndanna myndskeiðið í fréttatímunum þar sem sýnt var frá því þegar hrossin tólf voru hífð upp úr Bessastaðatjörn þann 22. desember síðastliðinn, það var tveimur dögum fyrir jól. Þarna var enginn Pegasus, enginn Sleipnir, það voru engir vængir á þessum hestum, enginn þeirra með átta fætur, þeir voru hraktir og þeir voru steindauðir, kannski voru það hrossin í oss sem þarna drápust, og um leið eitthvað innra með okkur sjálfum."

 Pistlinn ,,Hljóðlaust hnegg frá helvíti" má lesa og heyra hér.