fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðmennskuverðlaun FT veitt

20. júlí 2015 kl. 11:10

Áhugamannamót Íslands

Félag tamningamanna mætti á Áhugamannamót Íslands og tók þar út keppendur. Veitt voru reiðmennsku verðlaun FT en þau hlaut Hjördís Rut Jónsdóttir. 

Hjördís sigraði fjórgang V5 á Hárek frá Hafsteinsstöðum með einkunnina 6,67 en hún varð einni í 4. sæti á Straum frá Írafossi í tölti T7 með einkunnina 6,50. Reiðmennsku verðlaun FT eru veitt þeim sem sýnir framúrskarandi reiðmennsku ásamt öðrum þáttum. 

"Fulltrúar félags tamningamanna fylgdust með frábæru, vel skipulögðu áhugamannamóti Íslands á Hellu, sem var framtak Sigurðar Sigurðarsonar og félaga. Reiðmennskuverðlaun FT hlaut Hjördís Rut Jónsdóttir sem reið svo fallega hesti sínum til sigurs í V5 og var í úrslitum í T7. Hjördís vakti athygli fyrir fágaða, einbeitta og sanngjarna reiðmennsku, prúða framkomu og heilbrigða hesta. Innilega til hamingju mótshaldarar, keppendur allir og Hjördís Rut" Súsanna Sand, formaður FT.