miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hlaupagleði og hrekkir

29. júní 2012 kl. 19:37

Hlaupagleði og hrekkir

Stórskemmtilegar 300 metra stökkkappreiðar fóru fram í blíðskaparveðri undir kvöld. Bæði hrekkjóttir hestar og hlaupaglaðir voru skráðir til leiks og virtust keppendur ekki skemmta sér síður en áhorfendur sem fögnuðu ákaft sprettunum. Kappreiðar af þessu tagi hafa ekki farið fram á landsmóti í 10 ár og lögðust þær ákaflega vel í alla. Meira svona! Oddur Björn sigraði hlaupin á Cafteini frá Efra Nesi, Valdimar Bergstað varð annar á Prins frá Efri-Rauðalæk en bronsið hlaut Kristján Jónsson sem þreytti Ljósvaka frá Eyri.

Íslandsmetið í 300 metra stökki á Anna Dóra Markúsdóttir á Tvisti frá Götu en þau fóru 300 metrana á 20,5 sekúndum á Melgerðismelum 1984. Hún tók einmitt þátt í kappreiðunum í dag.