fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hjólhýsastæðin komin í sölu

10. maí 2014 kl. 20:00

Hjólhýsastæði með aðgengi að rafmagni

 

Í miðasölu landsmóts er nú hægt að versla hjólhýsastæði með aðgengi að rafmagni. Stæðin eru rúmgóð og eiga að rúma auðvelda hjólhýsi/fellihýsi/tjaldvagn og bíl. Þriggja fasa stöðluð millistykki þarf til að tengjast rafmagnsstæðunum. Millistykkin eru seld í helstu byggingarvöruverslunum. Hver tengill er eingöngu fyrir eitt hjólhýsi/tjaldvagn/húsbíl. Ekki er leyfilegt að tengja fleiri en eitt farartæki við hvern tengil.

Stæðin eru í göngufjarlægð frá keppnissvæðinu sjálfu og gott aðgengi að salernum verður á hjólhýsasvæðinu.

Salan á stæðunum fer fram í miðasölu Landsmóts https://tickets.landsmot.is/

Að sögn Önnu Lilju Pétursdóttur hjá Landsmóti hestamanna, hefur sala á rafmagnsstæðum fyrir fellihýsi, hjólhýsi og tjaldvagna jafnan gengið afar vel og yfirleitt hafa þau selst upp. Þeir sem hafa hug á að festa sér slíkt stæði eru hvattir til að gera það í tíma og hafa þá val um staðsetningu stæðis.