laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hinrik kaupir helming í Sturlu frá Hafsteinsstöðum

Jens Einarsson
7. janúar 2011 kl. 14:03

Einn besti alhliða gæðingur landsins

Hinrik Bragason og Hulda Gústafsdóttir hafa keypt helming í gæðingnum Sturlu frá Hafsteinsstöðum af Norður-Götum ehf. í Mýrdal (Orri Ingvarsson og Auður Hansen). Sturla er undan Oddi frá Selfossi og Litlu-Toppu frá Hafsteinsstöðum, sem er alsystir Feykis frá Hafssteinsstöðum. Sturla var fjórði í A flokki gæðinga á LM2008 á Gaddstaðaflötum með 8,75 í einkunn, knapi Sigurður Sigurðarson. Sindri Sigurðsson, tamningamaður og knapi í Sörla, hefur einnig keppt á hestinum og átti hlut í honum, og ennfremur Steingrímur Sigurðsson, ofurknapi í A flokki. Sturla er nú fullharðnaður gæðingur, tólf vetra og þjálfaður til margra ára. Hann er einn þeirra hesta sem líklegastir eru til að berjist á toppnum í A flokki á LM2011 á Vindheimamelum.