miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hið mennska í hestinum og dýrið í manninum

24. september 2012 kl. 13:11

Hið mennska í hestinum og dýrið í manninum

„Ég komst í sveit á Möðrudal á Fjöllum þar sem var mikill hestabúskapur. Þetta var hálfgert Texas því þar eru engar girðingar heldur bara fjallgarðurinn sem heldur utan um landsvæðið. Varðandi kvikmyndahandritið þá liggja margir þræðir í reynslu mína á Möðrudal. Þetta er innansveitarkróníka og kannski ný tegund af sveitarómantík. Blóðug sveitarómantík. Handritið á sér rætur í alls konar sögum sem ég heyrði á Möðrudal hjá Vernharði og Önnu Birnu sem bjuggu þar,“ segir Benedikt Erlingsson sem vinnur nú að kvikmyndinni Hross sem ráðgert er að verði frumsýnd að ári.

Benedikt er til viðtals í 6. Tbl. Eiðfaxa.

Hann leggur í myndinni meðal annars áherslu á hið mennska í hestinum og dýrið í manninum. „Ég held að hestamenn skilji þetta sem fylgjast með atferli hests - hvernig hann hlustar á umhverfi sitt og aðra hesta; þá skynjar maður þetta „mennska“ eða sálina. Hestar eru eiginlega dýr sem þrífast á kærleika; einhver sagði að hestar væru meðvirkustu dýr í heimi,“ segir hann meðal annars.

 

Áskrifendur Eiðfaxa geta nú nálgast sjötta tölublaðið  í vefútgáfunni hér.

Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér. Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið eidfaxi@eidfaxi.is. Þá munum við opna fyrir aðgang að vefútgáfunni.

Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.

Þeir sem kjósa frekar að kaupa blaðið í lausasölu get gert það hér í vefversluninni.