sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hetjur munu taka yfir Berlín-

6. desember 2011 kl. 14:06

Hetjur munu taka yfir Berlín-

Nú þegar hafa eigendur átján höfðingja á besta aldri boðað komu þeirra á Heimsmeistaramótið í Berlín 2013 í gegnum verkefnið „Old Heroes – Wir kommen nach Berlin“ sem Susanne George, eigandi Hugins frá Kjartansstöðum fór af stað með fyrir rétt rúmri viku síðan.

Meðal þeirra öldnu höfðingja er margfaldur heimsmeistari í 250 metra skeiði Mjölnir frá Dalbæ, ættfaðirinn Mökkur frá Varmalæk og fyrrverandi heimsmeistari í fjórgangi Bassi frá Möðruvöllum.

1.       Huginn frá Kjartansstöðum (1981)
2.       Eitill frá Akureyri (1984)
3.       Pjakkur frá Torfunesi (1983)
4.       Kappi frá Álftagerði (1987)
5.       Gordon frá Stóru-Ásgeirsá (1988)
6.       Depill frá Votmúla (1991)
7.       Blær frá Minni-Borg (1988)
8.       Kongur van Wetsinghe (1991)
9.       Hlynur frá Kjarnholtum (1993)
10.   Flotti fra Dadil (1991)
11.   Stefnir frá Tunguhálsi (1986)
12.   Nasi frá Blönduósi (1991)
13.   Yngvi Blesi (1989)
14.   Mjölnir frá Dalbæ (1992)  
15.   Bragi von Allenbach (1991)
16.   Mökkur frá Varmalæk (1985)
17.   Bassi frá Möðruvöllum (1992)  
18.   Thor från Kalvsvik (1991)
 

Stefnt er að því að amk. þrjátíu hestar, 20 vetra og eldri, fyrrverandi keppendur í úrslitum Heimsmeistaramótsins muni heiðra gesti í Berlín með návist sinni árið 2013.  

Hægt er að fylgjast með verkefninu hér.

Þessu tengt: