föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestur í fóstur

odinn@eidfaxi.is
15. október 2013 kl. 11:53

Hleð spilara...

Viðtal við Margréti Gunnarsdóttur umsjónarmann námskeiðsins hjá Íshestum.

Hestur í fóstur er námskeið sem Íshestar bjóða upp á en þar geta börn tekið skrefið frá því að vera á sumarnámskeiði yfir í að kynnast vetrarstarfinu. Við tókum Margréti Gunnarsdóttur einn af umsjónarmönnum námskeiðsins tali.

Þetta námskeið er hluti af því nýliðunarstarfi sem oft er rætt um, en þónokkrir hafa stigið skrefið til fulls eftir að hafa verið á námskeiði sem þessu og eru í dag í hestum að fullum krafti.

Hér eru upplýsingar um námskeiðið teknar af heimasíðu Íshesta.

Námskeiðin byrja sunnudaginn 13.Jan. og standa  í 12 vikur.
 
Byrjenda hópur er frá kl 12:30 til 14:30 
Framhalds hópur er frá kl 15:00 til 17:00

Aldurstakmark er 8 ára.
Byrjenda hópur er fyrir þá sem hafa ekki tekið þátt í þessu námskeiði áður.
Framhaldshópur er fyrir þá sem hafa verið á að minnsta kosti einu Hestur í Fóstur námskeiði og geta verið svolítið sjálfbjarga með að leggja á hestinn sinn.

Börnin sjá um að kemba ”sínum” hesti, leggja á og fara í útreiðatúr. Einnig taka þau þátt í almennri umhirðu hestanna, t.d. setja sag í stíur, hreinsa gerði og gefa. Þetta er liður í því markmiði að kynna fyrir börnum hvað felst í því að eiga hest.

Verði er áfram stillt í hóf og kostar kr. 42.800
Þeir sem voru á seinasta námskeiði fá 10% afslátt af verðinu.

Rétt er að taka fram að hér er ekki um að ræða  reiðkennslu undir stjórn menntaðs reiðkennara en auðvitað fá þátttakendur góða leiðsögn og með þeim verður fylgst af þaulreyndum  starfsmönnum okkar. Þau fá einnig góða innsýn inn í heim  hestamennskunnar og öðlast mikilvægan skilning á að hestamennska er ekki bara fólgin í því að hoppa í hnakkinn og ríða út.

Pantanir eru teknar í síma 555-7000 eða á netfangi: info@ishestar