fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hesti bjargað úr leðjupytt

28. febrúar 2012 kl. 21:39

Mynd/Newspics - Rex Feature

Hesti bjargað úr leðjupytt

Fréttamiðillinn Dailymail birtir átakanlegar myndir af björgun hests úr leðjupytt.

Segir þar frá Nicole Graham sem var í reiðtúr ásamt dóttur sinni á strönd nálægt Geelong í Suður-Ástralíu. Hestarnir þeirra sukku skyndilega í leðju við flæðarmálið.  Kom Nicole dóttur sinni og reiðskjóta hennar fljótt frá en hesturinn Astró festist kyrfilega í leðjunni og þurfti þriggja tíma björgunaraðgerðir til að ná hrossinu aftur á fast land.
 
Á meðan flæddi að ströndinni og var því björgunin dramatískt kapp við tímann, þar sem Nicole sat sem fastast hjá hestinum og veitti honum styrk og stuðning, eins og sjá má á myndunum sem birtast með fréttinni sem hægt er að nálgast hér.