miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hesthúsaskattur lækkaður aftur

28. febrúar 2012 kl. 11:23

Hesthúsaskattur lækkaður aftur

Samin hafa verið drög að frumvarpi um lækkun fasteignaskatts á hesthús í þéttbýli og er reiknað með að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, kynni frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar í dag, að er fram kemur í frétt Morgublaðsins.

Skrifstofustjóri borgarstjórnar fór þess á leit í bréfi til efnahags- og skattanefnd Alþingis að hesthús væru aftur færð í skattflokk a-liðar, með íbúðar- og frístundarhúsum, en ekki eins og á atvinnuhúsnæði eins og lagabreytingar kváðu á um. Stjórn Fáks átti fund með fulltrúum innanríkisráðuneytis í byrjun mánaðarins og fóru þá hjólin að snúast.