laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestavísur

odinn@eidfaxi.is
17. desember 2013 kl. 22:08

Mikið er gott þegar aldurinn færist yfir að eiga í huga sér fegursta unghross á vori.

Það er löng hefð fyrir því að birta kveðskap hér hjá Eiðfaxa en lengi vel voru vísnaþættir fastur liður í tölublöðum okkar.

Höfum við áhuga á að taka þennan þátt upp aftur, en hér fyrir neðan eru vísur sem hinn landskunni hestamaður og hrossaræktandi Kári Arnórsson sendi inn.

Gaman væri ef fleiri ættu kveðskap í sínum fórum og væru til í að deila honum.

Töltir hægt og mjúkt og hreint,

hugur mannsins ljómar.

Þannig birtast ljóst og leynt

lífins helgidómar.

 

Mikið er gott þegar aldurinn færist yfir

að eiga í huga sér fegursta unghross á vori.

Já, víst ertu góði minn ungur svo lengi sem lifir

lokkandi þrá eftir hryssu með dúnmjúku spori.

 

(Ný tekinn á hús)

Lítill ertu og ljótur

skaltulabbakúturinn

En fimur skaltu verða og fljótur

og fallegur gangurinn.

 

(Eftir tamningu)

Blesóttur og býsna fríður,

ber sig nokkuð vel.

Framsækinn og fetatíður

fallega yfir móinn líður

og grípur skeið á grónum mel.

 

Kv/Kári Arnórsson