mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestavinir

12. maí 2014 kl. 09:00

Hestavinir

Hestamennska í áskrift

Hópur nemenda í Nýsköpun í Háskólanum í Reykjavík vinnur nú að stofnun fyrirtækisins HestaVinir ehf. sem á að veita þeim sem hafa áhuga á hestamennsku tækifæri til að stunda sportið með áskrift að hesti.  

Það getur reynst erfitt fyrir marga sem hafa áhuga á hestum að byrja að stunda sportið því bæði er dýrt að kaupa hest og nauðsynlegan útbúnað og einnig fylgir því mikil skuldbinding að eiga hest. Það þarf að leigja pláss fyrir hestinn, flytja hann á milli staða,  láta járna hann, fara með hann til dýralæknis og svo mætti lengi halda áfram. Kostnaðurinn er því töluverður. En með því að gerast áskrifandi færðu aðgang að hesti og þarft ekki að hugsa um neitt annað heldur en að hreyfa hestinn og sinna honum á þínum tíma. Þannig getur fólk kynnst hestamennskunni betur og stundað þetta skemmtilega áhugamál af þeim krafti sem hver og einn treystir sér til. segir Anna Bára Teitsdóttir ein af nemendum hópsins.

HestaVinir býður hestaáhugafólki upp á nokkrar áskriftarleiðir sem veitir reglulegt aðgengi að hesti án þess þó að það þurfi að skuldbinda sig á þann hátt sem raunveruleg kaup á hesti krefjast. Hjá HestaVinum færðu aðgang að sama hestinum og getur farið í útreiðatúra og notið samstunda við hestinn “þinn”. Innifalið í áskriftarverðinu er aðgangur að sama hestinum, hnakkur, beisli og hjálmur, auk þess er allt fóður innfalið, hirðing, pláss og allur annar rekstrarkostnaður. HestaVinir verður staðsett á svæði Fáks í Víðidal en þaðan eru margar skemmtilegar reiðleiðir og kjörinn vettvangur til að kynnast öðru hestafólki

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu fyrirtækisins: www.hestavinir.com.