fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaþing Snæfellings

10. ágúst 2010 kl. 12:40

Hestaþing Snæfellings

Hestaþing Snæfellings verður haldið í Stykkishólmi laugardaginn 21. ágúst  nk. og hefst kl. 10.  Verður um að ræða keppni í  A- og B-flokki gæðinga og flokki barna, unglinga og ungmenna.  Einnig verður kept í tölti og gæðingaskeiði fullorðinna og tölti 17 ára og yngri.  

 
Skráningar á mótið skulu berast á netfangið hrisdalur@hrisdalur.is  í síðasta lagi miðvikudaginn 18. ágúst kl. 24:00. 
 
Skráningargjald er kr. 2000  fyrir hverja skráningu i gæðingakeppninni, gæðingaskeiði og tölti, en kr. 500 fyrir börn og unglinga. Við skráningu þarf að gefa upp IS númer hests og GSM síma þess er skráir.  Hestar þurfa að vera grunnskráðir i WorldFeng. 
 
Skráningargjald  leggist inn á reikning númer 0191-26-000876, kt. 440992-2189, um leið og skráð er.
 
Stjórn Snæfellings.