mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaþing Snæfellings

8. júlí 2014 kl. 14:17

Hrynur frá Hrísdal

Opin gæðingakeppni.

Hestaþing Snæfellings verður haldið laugardaginn 12. júlí á Kaldármelum. Um er að ræða opna gæðingakeppni. 

 Keppt verður í:

  • A- flokki - 3.000
  • B –flokki - 3.000
  • C- flokki - 3.000
  • Ungmennaflokk - 3.000
  • Unglingaflokk - 3.000
  • Barnaflokk  - 2000 kr.
  • Pollaflokkur á sínum stað, skráning á staðnum  og kostar ekkert.

Skráð í gegnum Sportfeng í A, B, ungmenna, unglinga og barnaflokk. En í C flokk er skráð hjá Lalla Hannesar í netfangið larusha@simnet.is. Skráningfrestur  í alla flokka er fram á miðnætti miðvikudaginn  9. júlí

C- flokkur

Á hestaþingi Snæfellings verður í fyrsta sinn keppt í C – flokki. C – flokkur er keppnisgrein sem er verið að prufukeyra á þessu keppnisári  og verður e.t.v.  skráð í lög sem lögleg keppnisgrein fyrir næsta keppnistímabil. Keppnin er hugsuð fyrir minna vana keppnisknapa og geta fleiri hestgerðir passað til keppninnar.

Forkeppnin er riðin þannig að keppendur hafa tvo hringi þar sem þeir sýna fet, tölt og eða brokk og stökk. Einnig er gefin einkunn fyirr vilja og fegurð í reið. Keppendur mega nota písk og snúa við einu sinni.  Nánari upplýsingar veitir Lárus í síma 8980548