þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaþing Sindra

3. júní 2014 kl. 14:21

Mynd/sindri.123.is

Haldin á Sindravelli við Pétursey.

Hestaþing Sindra 2014 verður haldið helgina 14. og 15. júní á Sindravelli við Pétursey.

Keppt er í Polla-, barna-, unglinga-, ungmenna-, A- og B- flokki gæðinga

Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur móti

Einnig verður keppt í kappreiðum;

100m, 150m og 250m skeiði, 300m brokki og 300m stökki.

Skráning inn á skráningarvef sportfengs (linkur á Sindrasíðu)

Skráningu líkur þriðjudaginn 10. júní kl 23:59 og skráning er ekki gild fyrr en kvittun fyrir skráningargjöldum er send á netfangið solheimar2@gmail.com

Skráningargjöld eru 500 kr í barna og unglingaflokk en aðrir flokkar 3500 kr (pollar frítt). Aldrei meira en 14000 á fjölskyldu (foreldrar+ börn).

Nú í ár ætlum við að hvetja sérstaklega til þátttöku í kappreiðum. Þess vegna verður skráning á staðnum þangað til klukkustund fyrir fyrsta hlaup og enginn þátttökugjöld rukkuð fyrir kappreiðar. (ekki skráð í kappreiðar gegnum sportfeng)

Ekki verður um rafræna tímatöku að ræða að þessu sinni.

Ef upplýsingar vantar má hafa samband við Petru í síma 612-2126 og á netfangiðsolheimar2@gmail.com

Slóðin inn á Sindrasíðuna er www.123.is/sindri