miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaþing Mána og Brimfaxa

24. maí 2012 kl. 09:48

Hestaþing Mána og Brimfaxa

Sameiginlegt Hestaþing og úrtaka Mána og Brimfaxa fer fram helgina 2. - 3. júní nk. á Mánagrund að er fram kemur í tilkynningu frá mótanefndum félagana.

 
"Á laugardeginum 2. júní verða kappreiðar kl .17 og verður skráning á staðnum, engin keppnisgjöld. Strax á eftir kappreiðum verður grillveisla í Mánahöllinni þar sem við ætlum að hafa gaman saman.  Verð í grill er 1500kr og 500kr fyrir börn undir 13 ára.
Á sunnudeginum 3.júní verður hestaþingið/úrtakan og keppt verður í eftirtöldum flokkum:
  • Pollar teyminga
  • Pollar
  • Tamningaflokki  (5 vetra og yngri)
  • Barnaflokki
  • Unglingaflokki
  • Ungmennaflokki
  • A-flokki
  • B-flokki
  • A-flokki áhugamanna ( tölt, brokk, skeið – riðið eftir þul, 3 inná í einu )
  • B-flokki áhugamanna (tölt, brokk, yfirferð - riðið eftir þul, 3 inná í einu)
Skráningagjöld eru 4500kr á grein ( boðið verður uppá 2 umferðir fyrir þá sem eru að keppa til að komast á LM en þá verða þeir að skrá sig í fótaskoðun um leið og þeirra flokkur er búinn og greiða skráningagjöld fyrir það sérstaklega 4500kr). Fyrri umferð gildir inn í úrslitin.
Pollar greiða 1500
Tamningaflokkur, A-áhugamanna og B-áhugamanna greiða 3000kr.
Lágmarks þáttaka í áhugamannaflokkana er 5 knapar.
ATH!! Hestar í úrtöku verða að vera í eigu skuldlausra félagsmanna þeirra félags sem þeir ætla að  keppa fyrir.
Skráning fer fram hér.  Þar er einnig hægt að skrá sig í grillveisluna.
Ef keppendur eiga í vandræðum með að skrá sig á síðunni er hægt að senda póst á mani@mani.is<mailto:mani@mani.is> . Þar þurfa þá að koma fram upplýsingar um knapa, símanúmer, IS númer hests og grein/ar ásamt kreditkortanúmeri.  Hægt að hringja í Þóru s.893-0304 ef þarf einhverja aðstoð við skráningu.
Skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 28.maí."