þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaþing Loga

31. júlí 2013 kl. 08:00

Minnum á skráningarfrest

Hestaþing Loga verður haldið við Hrísholt þann 3.-4. ágúst. Það verður boðið upp á gæðingakeppni og töltkeppni. Skráningu lýkur á morgun 31.júlí (kl.23:59). 

"Vil minna skráningu á gæðingamót og töltkeppni Hestamannafélagsins Loga við Hrísholt 3. og 4. Ágúst. Skráningu lýkur á miðnætti 31. Júlí (kl. 23.59) Hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst.

Haldið í Hrísholti 3. og 4. ágúst.
Áætluð dagskrá:
Laugardagur 3. ágúst   Forkeppni og úrslit í gæðingakeppni Loga.
Kl. 10:00            16:00     Gæðingakeppni félagsmanna Loga og úrslit.
Verðlaunaafhending  í öllum gæðingaflokkum eftir hver úrslit.

Sunnudagur 4. ágúst. Opin töltkeppni
Kl. 10:00 – 16:30  Opin töltkeppni og kappreiðar,
                       Tölt 2 fl.
                       Tölt unglingafl.
                       Tölt barnafl.
100 m skeið (skráningagjald kr. 3000.-, sem fer í sameiginlegan pott á 1-3 sætið), 150 m. skeið og 250 m skeið, 300 m. Brokk og 250 m. stökk.

Skráning fer fram í gegnum sportfeng http://skraning.sportfengur.com/ Skráningargjald í tölt er kr. 3.000.- fyrir fullorðna, kr. 2.000.-fyrir unglinga (14-17 ára) og kr. 1.700,- fyrir börn (10-13 ára) Skráningu lýkur á miðnætti 31. júlí. Leggja skal skráningargjald inn á reikning 0151-26-606 á kennitölu: 570991-1089 og kvittun send á kjarnholt@centrum.is. Skráning tekur ekki gildi fyrr en kvittun fyrir greiðslu hefur borist.

Nánari upplýsingar veitir Guðný Höskuldsdóttir, sími 895-6507, kjarnholt@centrum.is Aðgangseyrir að mótinu kr. 1.000, frítt fyrir grunnskólabörn." segir í tilkynningu frá hestamannafélaginu Loga