miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaþing Loga

31. júlí 2014 kl. 12:56

Jakob Víðir Kristjánsson og Gítar frá Stekkjardal

Gæðingakeppni og opin töltkeppni.

Opið er fyrir skráningar fyrir Hestaþing Loga en mótið verður haldið um næstu helgi 2. og 3. ágúst. Skráningin er í gegnum vefslóðinahttp://skraning.sportfengur.com/ og velja skal Mót í flipanum upp fyrir miðju og þar á eftir finna hestamannafélagið Loga og svo Hestaþingið. Skráð er í alla flokki gæðingakeppni og tölt í gegnum Sportfeng. Skráningin lokar á miðnætti á miðvikudagskvöldið og ekki verður tekið við skráningum eftir það. Skráningargjöld eru í töltið 3000 kr fullorðna, 2000 kr ungmenni og unglingar og 1700 kr. börn. Skráningar í allar kappreiðagreinar, skeið, stökk og brokk má senda beint á hestamannafelagidlogi@gmail.com en einnig má skrá á staðnum á laugardaginn. 
Í 100 m fljúgandi skeið eru rukkaðar 3.000. kr fyrir skráningu sem fer í peningaverðlaun.

Leggja skal skráningargjald inn á reikning 0151-26-606 kennitala 570991-1089 og kvittun send áhestamannafelagidlogi@gmail.com Skráning tekur ekki gildi fyrr en kvittun fyrir greiðslu hefur borist.

Áætluð dagskrá:
Laugardagur 2. ágúst Forkeppni í gæðingakeppni Loga.
Kl. 13:00 B flokkur gæðinga
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Barnaflokkur
A flokkur gæðinga.
Æskufjör
Grill
Kl.18:00 Kappreiðar
Kappreiðar (opnar)
150 m skeið
250 m skeið
300 m brokk
300 m stökk

Sunnudagur 3. ágúst. Opin töltkeppni
Kl. 08:30 Forkeppni í tölti, fullorðnir
Forkeppni í tölti unglingar
Forkeppni í tölti, Ungmenni
Forkeppni í tölti, barnaflokkur
B-úrslit í tölti, fullorðnir
B-úrslit í tölti, unglingar, ungmenni
B-úrslit í tölti, barnaflokkur
Kl. 12:30 Mótsetning
Pollaflokkur
Kl.13:00 B-úrslit:
B-flokkur gæðinga
unglingar
Ungmenni
Börn
A-flokkur gæðinga
A-úrslit: 
B-flokkur gæðinga
unglingar
Ungmenni
Börn 
A-flokkur gæðinga
Kl.15:00 100 m fljúgandi skeið (Skráningagjald kr. 3.000.- sem fer í peningaverðlaun
Kl. 16:00 A-úrslit:
í tölti, barnaflokkur
í tölti, ungmenni
í tölti, unglingar
í tölti, fullorðnir

Áætluð mótslok eru 17:00

Tímasetningar eru áætlaðar en skýrast eftir að skráningu lýkur. 

Aðgangseyrir á sunnudeginum er 1000 kr og frítt er fyrir grunnskólabörn.