miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestaþing Loga

21. júlí 2014 kl. 17:30

Gæðingakeppni og tölt.

Hestaþing Loga 2014 verður haldið að venju um Verslunarmannahelgina 2. og 3. ágúst næstkomandi í Hrísholti. Stefnt er að góðu móti en dagskránni hefur verið breytt aðeins frá mótum á síðustu árum.

Á laugardeginum verður forkeppni í gæðingakeppni Loga sem endar með grilli, æskufjöri og hinum rómuðu kappreiðum á grasbrautinni.

Á sunnudeginum hefst forkeppni í tölti snemma morguns ásamt b-úrslitum í tölti en aðal úrslit í gæðingakeppni, og tölti verða seinnipart sunnudags ásamt 100 metra fljúgandi skeiði. Opnað verður fyrir skráningu á mótið sunnudagskvöldið 27.júlí og verður opið fyrir skráningu fram að miðnætti miðvikudagsins 30.júlí. Nánari upplýsingar um skráningu verða birtar í lok vikunnar.