mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestasýningar vegna 150 ára afmælis Akureyrar

21. júlí 2012 kl. 13:30

Hestasýningar vegna 150 ára afmælis Akureyrar

Akureyrarbær verður 150 ára afmæli á þessu ári og að því tilefni biðlar hestamannafélagið Léttir til hestamanna í Eyjafirði.

"Hestamannafélagið Léttir hefur ákveðið að gefa afmælisbarninu tvær hestasýningar á flötinni framan við Samkomuhúsið, þá fyrri n.k miðvikudag 25 júlí  kl 20.00.
Og þá seinni á sjálfan afmælisdaginn miðvikudaginn 29. ágúst.  
 
Til að þetta sé gerlegt þurfum við hestamenn að sameinast og mæta með okkar hesta á sýninguna sem verður með sama sniði og var þá og þegar Léttir var með vikulegar sýningar á flötinni á síðasta áratug síðustu aldar.  Allir eru velkomnir að taka þátt í sýningunni, vanir óvanir, ungir sem gamlir og allt þar á milli,  allskonar hestar, góðir gæðingar og aðrir góðir reiðhestar.  Ein regla er ófrávíkjanleg, Til að taka þátt í sýningunni.  Vertu í lopapeysu eða Léttisbúningi. 
 
Til að skipuleggja þetta allt saman er boðað til opins fundar í reiðhöllinni á mánudagskvöldið 23. júlí kl. 20.00.    Vonandi fjölmennum við hestamenn þar og undirbúum þessa góðu afmælisgjöf handa bænum okkar," segir í tilkynningu frá undirbúningsnefnd Léttis.