miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestasumarbúðir

13. júní 2019 kl. 15:45

Reiðskóli

Fyrir börn sem langar að kynnast hestamennsku

 

Við ætlum að bjóða upp á hestasumarbúðir í sveitasælunni að Efri-Rauðalæk fyrir krakka á aldrinum 9 - 12 ára. Námskeiðið fer fram dagana 23. - 28. júní ef næg þátttaka verður. Sumarbúðirnar eru fyrir alla sem hafa áhuga á hestum og langar að kynnast hestinum og öllu sem honum tengist. Gert er ráð fyrir að krakkarnir komi með eigin hest en einnig er möguleiki á að við útvegum hest. Skipulögð og fjölbreytt dagskrá verður allan tímann, fín gistiaðstaða, hollur og góður matur verður á boðstólum. Verð fyrir barn og hest er kr. 65.000. Umsjónarmenn eru Eva Dyröy og Nanna Jónsdóttir.

UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING  hestabudir@Hotmail.com eða síma 898-5828