miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestasirkus og harmonikkuspil

17. apríl 2015 kl. 11:00

Frá sýningunni Æskan og hesturinn 2015.

Hestafhör í reiðhöll Sleipnis á sunnudag.

Sýningin Hestafjör 2015 verður haldið í reiðhöll Sleipnis að Brávöllum, Selfossi sunnudaginn 19. apríl og hefst hátíðin kl. 13.30 að er fram kemur í tilkynningu frá Æskulýðsnefnd Sleipnis.

"Fram koma sýningarhópar barna, unglinga og ungmenna frá hestamannafélögum á Suðurlandi. Skrautreið og ýmsar þrautir. Ingó veðurguð, hestasirkus, leynigestur, hamonikkuspil, veitingasala, og fleiri góðir gestir. Frítt inn meðan húsrúm leyfir. Kynnir er Páll Bragi Hólmarsson."