fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar&Hestamenn ? Nýtt tölublað

21. október 2009 kl. 14:46

Hjarðartún í Hvolhreppi í Úttekt

Á morgun, 22. októrber, kemur út sjötta tölublaðið af Hestar&Hestamenn. Að venju er í blaðinu eitt lengra viðtal, Úttekt, og síðan smáfréttir, styttri viðtöl og frásagnir af ýmsu sem er að gerast í hestamennsku og hrossarækt.

Viðtalið að þessu sinni er við Austurríkismanninn Piet Hoyos, sem nýlega keypti hlut í hestamiðstöðinni á Árbakka. Hann hefur keppt á fjölda Evrópu- og heimsmeistaramóta, og er formaður austuríska Íslandshestasambandsins. Í Úttekt er hrossaræktarbúið Hjarðartún í Hvolhreppi, en þar eru Óskar Eyjólfsson og Ása Margrét Jónsdóttir að byggja upp glæsilega aðstöðu.

Farið er yfir það helsta í nýju kynbótamati WorldFengs, þar sem Orri frá Þúfu og niðjar hans eru fyrirferðamiklir eins og verið hefur síðastliðin áratug. Einnig er sagt frá blindri konu í Þýskalandi sem stundar hestamennsku af miklum móð, spjallað við Árna Ísleifsson í Þjórsárholti og gullfallega unga stúlku sem lenti í hestaslysi og sauma þurfti sextíu spor í andlitið á.

Hægt er að gerast áskrifandi að H&H á vefnum: www.hestaroghestamenn.is eða hringja í síma 511-6622