laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar&Hestamenn ? Nýtt tölublað

19. maí 2010 kl. 10:38

Fréttir, fróðleikur og skemmtun

Fimmta tölublað Hesta&Hestamanna kemur út á morgun. Í blaðinu, sem er 24 síður, er viðtal við Magnús Halldórsson lífskúnster og sögumann á Hvolsvelli. Hann rifjar upp sögu hestanna sinna Sörla og Penna, sem voru með bestu gæðingum landsins á sínum tíma.

Í úttekt er stóðhesturinn Baldur frá Bakka, sem var aldrei tískuhestur en hefur markað djúp spor í hrossaræktarsöguna. Einnig er í úttekt nýjustu breytingar á dómkvarða kynbótahrossa, sem aðallega koma til móts við þýska fjórgangarann.

Spjallað er við Halldór Guðjónsson, knapa og þjálfara Nátthrafns frá Dallandi. Halldór er á leið til Svíþjóðar í haust og Nátthrafn er til sölu. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir er einnig í viðtali, en hún hefur verið að stimpla sig inn fyrir norðan sem einn þeirra besti tamningamaður og reiðmaður.

Þá er fjallað um hvort skipta eigi kynbótahrossum í A og B flokk eins og gert er í gæðinga- og íþróttakeppni. Hugmyndin er gömul, sett fram af Eyjólfi Ísólfssyni fyrir 30 árum. Þetta og margt fleira í Hestum&Hestamönnum, sem koma út á morgun.