föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar&Hestamenn komið út

Jens Einarsson
21. janúar 2010 kl. 08:57

Skemmtilegt og gagnrýnið hestablað

Fyrsta tölublað af Hestar&Hestamenn kemur út í dag, fimmtudaginn 21. janúar. Á forsíðu er sagt frá dýru hestasæði í útlöndum. Í úttekt eru afkvæmi Keilis frá Miðsitju, hvernig þau hafa reynst hinum almenna hestamanni og í keppni. Ásta Bjarnadóttir Covert er í viðtali, og einnig færeyskar stúlkur sem eru við tamninga á Kálfhóli á Skeiðum.

Sagt er frá tölvubréfum Guðlaugs Antonssonar, hrossaræktarráðunauts, þar sem kemur fram að hann telur að agareglur LH séu kynbótaknöpum óviðkomandi. Íslensku vatnshlaupabretti sem er væntanlegt á markað innan skamms. Minnisvarða um stóðhestinn Hjört frá Tjörn. Svissneskri stúlku sem er forfallinn Íslandshestaaðdáandi og hefur keypt rándýra stóðhesta. Skipbroti franska reiðsnillingsins Philippe Karl. Og mörgu fleiru.

Hægt er að gerast áskrifand á www.hestaroghestamenn.is, og í síma 511-6622.