miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar úr dánarbúi boðnir upp

odinn@eidfaxi.is
6. desember 2013 kl. 21:18

Útigangur

Áslaug Fjóla vinnur nú að því að koma undir sig fótunum á ný.

Árið 2011 missti Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir eiginmann sinn, Þórir Níels Jónsson, eftir stutta baráttu við krabbamein. Hún vinnur nú að því að koma undir sig fótunum á ný og halda áfram með þau hross  sem hún og Þórir ræktuðu saman, en þau eru hennar líf og yndi. Hún hefur sýnt mikla þrautsegju og baráttu og reynt að halda ótrauð áfram. Án þess að hafa um það fleiri orð þá hefur tíminn verið henni erfiður.

Við, nokkrir vinir hennar, höfum ákveðið að heita á vini og hestamenn að leggja Áslaugu Fjólu lið í baráttunni við að komast út í lífið að nýju og höfum því opnað söfnunarreikning: 0150-05-060274, kt. 050886-2209.

Tekið skal fram að auglýst uppboð dánarbússins laugardaginn 7. desember á nokkrum hrossum, þ.á.m. keppnishesti Áslaugar Fjólu, Kopar, er ekki á hennar vegum. Hestinn lét hún af hendi til að ná sátt við búið og kröfuhafa þess.

Margt smátt gerir eitt stórt, með fyrirfram þökk og þakklæti.

Kveðja Sjöfn Sæmunds