föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hestar sóttir heim

26. janúar 2014 kl. 15:00

Hestar eru gestgjafar á Icelandic Horse Expo. Þátttakendur hátíðarinnar komast í návígi við þekkt hross og vonarstjörnur.

Icelandic Horse Expo 1. tölublaði Eiðfaxa

Icelandic Horse Expo er vikulöng hátíð sem verður haldin dagana 7.-12. apríl. Þar taka aðilar og félagasamtök í hestamennsku höndum saman ásamt ferðaþjónustunni við að halda alþjóðlegan, hestatengdan viðburð á Íslandi.

„Á þeim stöðum sem heimsóttir verða í ár er fjöldinn allur af frægum hrossum. Hestarnir eru í raun aðal gestgjafarnir og hlýtur það að vera mikil upplifun að sækja þá heim og komast í návígi við stjörnurnar,“ segir Hrafnkell Guðnason í viðtali við Eiðfaxa.

Kynning á Icelandic Horse Expo má nálgast í 1. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að panta áskrit í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.